1. Er hægt að vera með myndavélar í Heimilisöryggi?
Í Heimilisöryggi er boðið upp á hreyfiskynjara með myndavél. Hægt er að skoða myndefni úr skynjaranum í streymi og hægt að skoða upptökur af efni sem skynjarinn tekur upp, t.d. þegar skynjarinn nemur hreyfingu þegar kerfið er á verði. Hafa ber í huga að myndavélin er ekki í hágæðum þar sem tilgangur hennar er að veita yfirsýn en ekki greina smáatriði. Hún gengur fyrir AA rafhlöðum sem endist í 1-2 ár eftir notkun.
2. Hvað geta margir haft aðgang að Heimilisöryggis appinu?
Allt að 200 geta haft aðgang að Heimilisöryggis appinu. Einnig standa til boða allt að 200 aðgangsflögur.
3. Hvaða breytingar á mánaðargjaldi verða á meðan samningstíma stendur?
Þjónustugjöld breytast með þróun launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands hverju sinni.
4. Hvað gerist ef ég flyt á binditíma?
Við flytjum Heimilisöryggi að kostnaðarlausu sé samningur endurnýjaður með nýjum binditíma.
5. Geta utanaðkomandi aðilar komist inn á myndavél tengda Heimilisöryggi?
Allur endabúnaður Heimilisöryggis er í dulkóðuðum samskiptum og ekki tengdir interneti. Appið er hinsvegar tengt internet í gegnum þráðlaust net eða farsímanet notanda. Um notkun þess og öryggi gilda sömu reglur og um önnur öpp. Gæta skal þess að skipta um lykilorð reglulega og ekki nota lykilorð sem notuð eru í öðrum þjónustum. Með því að huga vel að netöryggi sínu má sporna gegn langflestum áhættuþáttum sem fylgja notkun snjalltækja á interneti. Heimilisöryggi keyrir á þekktum og margreyndum grunni þar sem öryggi er í hávegum haft.
6. Getur Öryggismiðstöðin komist inn á myndavél tengda Heimilisöryggi?
Viðskiptavinur þarf að veita tækniþjónustu Öryggismiðstöðvarinnar aðgang að Heimilisöryggi til þess að hægt sé að veita þjónustu. Notandi fær þá tilkynningu þess efnis. Allar aðgerðir í Heimilisöryggi vistast í atvikaskrá og tilkynning berst notanda að þjónustu lokinni. Tilkynningar berast notanda í Heimilisöryggis appið.
7. Get ég gefið vinum og vandamönnum tímabundinn aðgang að kerfinu?
Já, það er mjög aðgengilegt að stofna nýja notendur í Heimilisöryggi og loka aðgengi þeirra aftur. Það er gert í Heimilisöryggis appinu.
8. Þarf ég að fá tæknimann á staðinn til að bæta við aukaskynjara eða aðgangsflögum?
Nei, það er einfalt að bæta við fleiri skynjurum í Heimilisöryggis appinu og úrval viðbótarskynjara fyrir Heimilisöryggi má finna í vefverslun Öryggismiðstöðvannar. Hægt er að hafa allt að 32 aðgangsflögur við hvert Heimilisöryggi og 32 aðgangskóða.