Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Fyrirtækjaöryggi

SETTU ÖRYGGIÐ Í FYRSTA SÆTI

Fyrirtækjaöryggi er öryggiskerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna öryggiskerfinu og fylgjast með hvenær og hvaðan sem er í appi í snjallsíma eða spjaldtölvu. Við sjáum um að vakta boðin sem koma frá Fyrirtækjaöryggi, alla daga, allt árið um kring og sendum öryggisvörð á staðinn sé þess þörf.

Panta ráðgjöf
Hver vaktar þitt fyrirtæki?

Fyrirtækjaöryggi veitir hugarró

Með öryggiskerfi geturðu dregið úr hættu á innbrotum. En öryggi snýst ekki aðeins um innbrot, vatnstjón geta valdið miklum skaða á eignum og truflað eða stöðvað rekstur. Með vatnslekaskynjurum færðu tafarlausa viðvörun um leka áður en hann veldur alvarlegum skemmdum. Brunavarnir eru ekki síður mikilvægar. Við öryggiskerfið er hægt að tengja reykskynjara, sem tryggir skjótt viðbragð við eldhættu og reyk.

Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari áhættu og lágmarka líkur á tjóni eða koma í veg fyrir það.

Helstu kostir Fyrirtækjaöryggis:

  • Sérhver lausn er sniðin að þörfum hvers og eins með aðstoð sérfræðinga Öryggismiðstöðvarinnar
  • Þráðlausar eða víraðar lausnir eftir aðstæðum hverju sinni
  • Sérstakt app stýrir eiginleikum öryggiskerfis og stillingum fyrir notendur
  • Vöktun boða með tengingu við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins
  • Útkallsþjónusta öryggisvarða sem sinna tafarlausum viðbrögðum við boðum
  • Áberandi merkingar sem gefa til kynna að húsnæði sé vaktað með öryggiskerfi tengdu stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar
  • Hægt er að stjórna mörgum kerfum sömu tegundar úr appinu, hvort sem þau eru á heimili, sumarhúsi eða í fyrirtæki
  • Hægt er að fá úrval myndavéla sem tengist við kerfið og stjórnað er úr sama appinu

Með öryggiskerfinu fylgir Fyrirtækjaöryggis appið

Í appinu er hægt að gera ýmislegt, sem dæmi má nefna:

  • Sjá stöðu kerfis, er kerfið varðsett, á næturstillingu eða ekki á verði.
  • Sjá og fá tilkynningar um hverjir og hvenær gengið er um kerfið, taka það af og setja á vörð
  • skoða myndir úr myndavél í hreyfiskynjara við innbrotsboð eða aðra viðburði
  • skoða myndir úr myndavélum séu þær tengdar við öryggiskerfið
  • stofna notendur og veitt ótímabundna eða tímabundna aðganga að öryggiskerfinu
  • séð hitastig þeirra rýma þar sem skynjari er staðsettur
  • séð stöðu hurða sem búnar eru hurðaskynjara
  • séð stöðu rafhlaðna í skynjurum og fengið tilkynningar sé þörf á að skipta þeim út

Það er hægt að stýra mörgum öryggiskerfum sömu tegundar í sama appinu, til dæmis ef notandi er með öryggiskerfi uppsett bæði í fyrirtækinu sínu, heimili og jafnvel sumarhúsi.

Hægt er að tengja myndavélar við Fyrirtækjaöryggi sem henta bæði til notkunar innan- og utandyra.

Viðskiptavinur greiðir stofnkostnað og mánaðargjald fyrir afnot af búnaði og vöktun á boðum frá öryggiskerfi.

Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar. Við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þínum rekstri og þann búnað sem hentar þínu húsæði, setjum hann upp og vöktum allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Við sendum öryggisvörð á staðinn og bregðumst við þeim boðum sem frá kerfinu berast.

Helstu upplýsingar

Hvað er innifalið?

Í Fyrirtækjaöryggi er innifalið:

  • Tenging við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem vaktar boð allan sólarhringinn, alla daga ársins
  • Fyrirtæki er merkt með miðum í glugga
  • Útkallsþjónusta öryggisvarða
  • Athugið að Fyrirtækjaöryggi er eingöngu fáanlegt á skilgreindu þjónustusvæði sem miðast við útkallssvæði Öryggismiðstöðvarinnar.
  • Enginn binditími

Smellið hér til þess að sjá þjónustusvæði.

Val um fjölbreytta skynjara eftir þörfum:

  • Hreyfiskynjari m. myndavél (Hámark: 1)
  • Hreyfiskynjari
  • Reykskynjari
  • Hurðarofi
  • Vatnsskynjari
  • Rúðubrotsnemi

Smelltu hér til að hafa samband við öryggisráðgjafa og fá verðtilboð

Leiðbeiningar

Einfaldar leiðbeiningar fyrir Fyrirtækjaöryggi

Myndbönd

Tengdar vörur

YoYo Svört (CiPi)

YoYo Svört (CiPi)

Netverð 953 kr
Almennt verð 1.059 kr
Ekki til á lager
Samanleggjanlegar Brautir 200 x 21 cm

Samanleggjanlegar Brautir 200 x 21 cm

Netverð 89.623 kr
Ekki til á lager
PoE netskiptir - Sviss

PoE netskiptir - Sviss

Netverð 25.368 kr
Almennt verð 28.187 kr

Aðalsteinn Ingólfur Guðmundsson

Öryggisráðgjafi Öryggislausnir

Ólafur Þorsteinn Skúlason

Öryggisráðgjafi Öryggislausnir

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um Fyrirtækjaöryggi.