Með Myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð á vöktuðu svæði á skilgreindum vöktunartíma. Hvort sem er að nóttu eða degi. Myndvöktun í myndavélakerfum gefur kerfunum tækifæri á að líta eftir skilgreindum atriðum og atvikum sem gerast í sjónsviði myndavéla og senda aðvörun til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.
Myndavélar eru búnar greiningarbúnaði og aðvaranir berast til stjórnstöðvar sem getur skoðað lifandi myndir úr skilgreindum myndavélum, greint aðstæður og sent öryggisverði á vettvang. Þá er hægt að gera öðrum viðbragðsaðilum viðvart svo sem slökkviliði eða lögreglu sé þess þörf.
Myndvöktun hentar mjög vel þeim sem þurfa að verja svæði fyrir ágangi og óboðnum gestum.
Dæmi um atvik sem eru vöktuð í rauntíma:
Öryggismiðstöðin hefur um árabil átt farsælt samstarf við mörg leiðandi fyrirtæki á sviði eftirlitsmyndavéla og myndvöktunar. Má þar nefna hugbúnaðarframleiðandann Milestone Systems og myndavélaframleiðendurnar Dahua og Hanwha Vision. Þessir samstarfsaðilar hafa gert okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreyttar, háþróaðar og áreiðanlegar lausnir í eftirlitsmyndavélum og myndeftirlitskerfum.
Hafðu samband við sérfræðinga Öryggismiðstöðvarinnar og fáðu tilboð.
Öryggismiðstöðin hefur um árabil átt farsælt samstarf við mörg leiðandi fyrirtæki á sviði eftirlitsmyndavéla og myndeftirlits. Má þar nefna Milestone Systems, Dahua, Hanwha Vision og The Boring Lab. Við erum stoltur umboðs- og þjónustuaðili þeirra á Íslandi. Þessir samstarfsaðilar hafa gert okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreyttar, háþróaðar og áreiðanlegar lausnir í eftirlitsmyndavélum og myndeftirlitskerfum.
Milestone Systems er leiðandi á heimsvísu í þróun á opnum hugbúnaðarlausum fyrir myndeftirlit. Þeir bjóða upp á margvíslegar lausnir í sveigjanlegu myndeftirlitskerfi sem getur hentað bæði litlum og stórum fyrirtækjum. Með opnu kerfi sínu gerir Milestone kleift að samþætta fjölbreyttan búnað og hugbúnað frá þriðja aðila, sem eykur möguleika og virkni kerfisins.
The Boring Lab sérhæfa sig í að einfalda og bæta stjórnun á myndeftirlitskerfum, t.a.m. frá Milestone. Þeir bjóða upp á The Boring Toolbox, hugbúnaðarlausn sem auðveldar notendum að framkvæma fjöldaaðgerðir, fylgjast með heilsu kerfisins og búa til ítarlegar skýrslur. Þetta sparar tíma og eykur skilvirkni í rekstri myndeftirlitskerfa.
Hanwha Vision er með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á háþróuðum myndavélum og myndeftirlitslausnum. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval af netmyndavélum, upptökutækjum og hugbúnaði sem henta fyrir mismunandi aðstæður og umhverfi. Hanwha Vision leggur áherslu á þróun og gæði með lausnum sem nýta gervigreind og aðra öfluga tækni til að bæta öryggi og skilvirkni.
Samstarf Öryggismiðstöðvarinnar við þessa framúrskarandi framleiðendur hefur veitt okkur möguleika á að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttar og áreiðanlegar lausnir í bæði eftirlitsmyndavélum og myndeftirlitskerfum. Með skýrri áherslu á hágæða tækni, nýsköpun og sveigjanlegar lausnir höfum við styrkt markaðsstöðu okkar og aukið þjónustugæði við viðskiptavini okkar til muna.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um myndvöktun frá stjórnstöð.
Eða hringdu í síma
570 2400