- aukið öryggi starfsmanna og viðskiptavina
- aukin vernd eigna gegn skemmdarverkum og innbrotum
- markvissari og skjótari viðbrögð við frávikum
- minni rýrnun
- upplýsingar um frávik, í rauntíma
Fjölbreyttir möguleikar myndavélakerfa
Myndavélakerfi fást í fjölmörgum útgáfum sem sniðin eru að þörfum notenda hverju sinni. Mikilvægt er að huga vel að vali á myndavélum og upptökubúnaði til þess að kerfið þjóni sem best tilgangi sínum.
Upptökubúnaður
Upptökubúnaður ráði við upptökur frá öflugum myndavélum sem í dag eru búnar margvíslegri tækni. Hann bjóði upp á alla helstu möguleika eins og upptöku við hreyfiskynjun, greiningar og fjartengingar. Viðmót sé notendavænt og auðvelt sé að taka út upptökur og efni.
Mögulegt sé að fjölga myndavélum með einföldum hætti í samræmi við auknar þarfir á eftirliti og vöktun svæða. Upptökupláss sé til staðar fyrir skilgreinda þörf á vistun myndefnis úr myndavélum og tímalengd hennar.
Kerfið bjóði upp á að hægt sé að fjartengjast því og hægt sé að skoða lifandi efni og upptökur í appi fyrir snjalltæki, eða öðrum hugbúnaði. Áreiðanleiki og uppitími skiptir máli og aðgengi að notendaaðstoð og þjónustu sé til staðar. Mikilvægt er að huga að netsamskiptum og tryggja öryggi í gagnaflutningi.
Öryggismiðstöðin býður fjölbreytt úrval myndþjóna og upptökuhugbúnað sem hentar við allar aðstæður.
Myndavélar
Myndavélar fást í miklu úrvali og eru valdar eftir fyrirfram skilgreindum þörfum hverju sinni.
Mikil þróun hefur verið undanfarin ár í gæðum og getu myndavéla. Úrval myndavéla er stöðugt að aukast og geta þeirra sömuleiðis. Hægt er að fá stýranlegar vélar, vélar með gervigreind, vélar með 180° sjónsviði, vélar með 360° sjónsviði, vélar sem gefa frá sér hljóð og ljósmerki við fyrirfram skilgreindar aðstæður og svo mætti lengi telja.
Til eru sérstakar myndavélar sem eru ætlaðar fyrir erfið skilyrði bæði innan og utan dyra.
Þjöppunarstaðlar eins og H.265 þjappa myndefni og takmarka þannig þörf á bandvídd og upptökuplássi í myndþjóni / upptökutæki.
Gervigreind (AI) hefur rutt sér rúms í myndavélaheiminum og er notuð í fjölbreyttum tilgangi við efnisleit, talningar og greiningar af ýmsum toga. Þannig geta myndavélarnar ekki eingöngu sent myndefni til upptökutækis, heldur greint atvik og brugðist við í rauntíma. Markmiðið er alltaf að minnka falsboð og auka skilvirkni auk þess að gera alla leit fljótlegri og skilvirkari.
Rauntímavöktun í myndavélakerfum gefur kerfunum tækifæri á að líta eftir skilgreindum atriðum og atvikum sem gerast í sjónsviði myndavéla og senda aðvörun áfram til viðtakenda.
Dæmi um fyrirbæri og atvik sem eru vöktuð í rauntíma:
- Fólk inni á skilgreindu svæði á skilgreindum tíma, t.d. eftir lokun
- Þegar farið yfir línur sem skilgreina ákveðin svæði
- Hópamyndun og hangs
- Lestur bílnúmera
- Brothljóð eða öskur
Við val á myndavélakerfi er að mörgu að huga. Fjölbreytt úrval lausna er í boði sem henta allt frá heimilum og minni fyrirtækjum til mjög stórra og umfangsmikilla lausna fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir.
Öryggismiðstöðin hefur um árabil átt farsælt samstarf við mörg leiðandi fyrirtæki á sviði eftirlitsmyndavéla og myndeftirlits. Má þar nefna Milestone Systems, Dahua, Hanwha Vision og The Boring Lab. Við erum stoltur umboðs- og þjónustuaðili þeirra á Íslandi. Þessir samstarfsaðilar hafa gert okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreyttar, háþróaðar og áreiðanlegar lausnir í eftirlitsmyndavélum og myndeftirlitskerfum.
Milestone Systems er leiðandi á heimsvísu í þróun á opnum hugbúnaðarlausum fyrir myndeftirlit. Þeir bjóða upp á margvíslegar lausnir í sveigjanlegu myndeftirlitskerfi sem getur hentað bæði litlum og stórum fyrirtækjum. Með opnu kerfi sínu gerir Milestone kleift að samþætta fjölbreyttan búnað og hugbúnað frá þriðja aðila, sem eykur möguleika og virkni kerfisins.
The Boring Lab sérhæfa sig í að einfalda og bæta stjórnun á myndeftirlitskerfum, t.a.m. frá Milestone. Þeir bjóða upp á The Boring Toolbox, hugbúnaðarlausn sem auðveldar notendum að framkvæma fjöldaaðgerðir, fylgjast með heilsu kerfisins og búa til ítarlegar skýrslur. Þetta sparar tíma og eykur skilvirkni í rekstri myndeftirlitskerfa.
Hanwha Vision er með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á háþróuðum myndavélum og myndeftirlitslausnum. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval af netmyndavélum, upptökutækjum og hugbúnaði sem henta fyrir mismunandi aðstæður og umhverfi. Hanwha Vision leggur áherslu á þróun og gæði með lausnum sem nýta gervigreind og aðra öfluga tækni til að bæta öryggi og skilvirkni.
Samstarf Öryggismiðstöðvarinnar við þessa framúrskarandi framleiðendur hefur veitt okkur möguleika á að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttar og áreiðanlegar lausnir í bæði eftirlitsmyndavélum og myndeftirlitskerfum. Með skýrri áherslu á hágæða tækni, nýsköpun og sveigjanlegar lausnir höfum við styrkt markaðsstöðu okkar og aukið þjónustugæði við viðskiptavini okkar til muna.
Öryggismiðstöðin býður upp á sérhæfða ráðgjöf þar sem sérfræðingar veita ráð við val á búnaði og hönnun kerfis.