Vel hönnuð og rétt búin myndeftirlitskerfi veita öfluga yfirsýn og upplýsingar, hafa fælingarmátt og auka öryggi starfsmanna og gesta við fjölbreyttar aðstæður. Notkunarmöguleikar myndeftirlitskerfa eru margir og nýtast til eignavörslu, aukið umferðaröryggi, greiningar á aðstæðum, auðkenningu og til greiðslumöguleika fyrir aðgengi að tilteknum svæðum.
Eftirlitsmyndavélakerfi / myndavélakerfi eru búin myndavélum til eftirlits fyrir skilgreind svæði sem senda síðan upplýsingar til myndþjóns til vistunar. Með miðlægum nettengdum hugbúnaði er á aðgengilegan og notendavænan hátt hægt að horfa á lifandi myndefni í rauntíma sem og að nálgast vistað efni.
Með Myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð á vöktuðu svæði á skilgreindum vöktunartíma. Hvort sem er að nóttu eða degi.