Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Forvarnir og fræðsla

Námskeið og fræðsla

Það er mikilvægt að starfsfólk stofnanna og fyrirtækja fái viðeigandi þjálfun um öryggismál. Forvarnir og viðbrögð við hættu, ógnun eða eldsvoða geta skipt höfuðmáli komi til slíkra atvika. Fjölbreytt fræðsla frá sérhæfðum kennurum er í boði.

Eigið eldvarnareftirlit

Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnareftirlit með brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður þjónustusamninga um eldvarnaeftirlit sem tekur mið af reglugerð um eigið eftirlit.

Innfalið í þjónustu
  • Þjálfun starfsfólks
  • Slökkvistarf
  • Brunavarnir
  • Þjónustusamningar
Nánar
Óli Magg (1367×1367)

Eldvarnarfulltrúi

Ábyrgð á eldvörnum er á hendi eigenda byggingar í samræmi við lög nr.75/2000, sem og forráðamanns hennar. Eigendum bygginga, sem lúta eftirliti slökkviliðs hvað eldvarnir varðar, ber að tilnefna eldvarnarfulltrúa bygginga.

Innfalið í þjónustu
  • Stuðningur við verkefni eldvarnafulltrúa
  • Útvistun hlutverks eldvarnafulltrúa
Nánar
Eldvarnarnámskeið

Eldvarnarnámskeið

Öryggismiðstöðin býður upp á námskeið í eldvörnum. Á námskeiðinu er farið yfir margvíslega þætti í tengslum við eldvarnir líkt og forvarnir, viðbrögð og beitingu handslökkvitækja.

Helstu þjónustuþættir
  • Fjölbreytt námskeið í boði
  • Mikil reynsla og sérhæfing kennara
  • Fyrstu viðbrögð við aðsteðjandi hættu
  • Hvernig skal minnka líkur á eldsvoða og óhöppum
  • Viðbrögð við eldsvoða
  • Verklegar æfingar
Nánar

Reglubundið eftirlit öryggiskerfa

Reglubundið eftirlit öryggiskerfa er liður í því að rekstur öryggiskerfa til lengri tíma sé sem bestur og virkni kerfanna aðlöguð að þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða á byggingum.

Innfalið í þjónustu
  • Hlítni við kröfur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Virkni öryggiskerfa tryggð
  • Viðurkenndir sérfræðingar
Nánar

Rýmingaræfingar

Rýmingaræfingar eru mikilvægar í byggingum þar sem mannfjöldi kemur reglulega saman og eru órjúfanlegur hluti af rýmingaráætlunum þeirra.

Innfalið í þjónustu
  • Aðstoð og ráðgjöf
  • Framkvæmd æfinga
Nánar

Öryggisnámskeið

Öryggismiðstöðin býður viðskiptavinum sínum öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í í afgreiðslu- og þjónustustörfum sem getur alltaf átt hættu á því að lenda í einstaklingum sem sýna ógnandi hegðun.

Helstu þjónustuþættir
  • Fjölbreytt námskeið í boði
  • Þjálfun gegn rýrnun og þjófnaði
  • Viðbrögð við ógnandi hegðun
  • Mikil reynsla og sérhæfing kennara
Nánar