Slökkvitæki og brunaslöngur
Slökkvitæki skipta sköpum í eldhættu
Rétt staðsett slökkvitæki af réttri gerð getur skipt sköpum ef eldhætta skapast. Öryggismiðstöðin býður allar tegundir slökkvitækja.
Brunaslöngur á hjólum eða í skápum fást í ýmsum lengdum og stærðum. Skáparnir eru úr stáli og henta öllum aðstæðum.
Öryggismiðstöðin býður upp á alla slökkvitækjaþjónustu, meðal annars reglubundið eftirlit samkvæmt þjónustusamningi, þolprófanir og endurhleðslu.
Eldvarnarteppi eru handhæg slökkvitæki
Eldvarnarteppi er mikilvæg eldvörn og getur með réttri notkun komið í veg fyrir útbreiðslu elds, til dæmis út frá kertaskreytingum, djúpsteikingu og minni raftækjum.
Þau ættu að vera til staðar á öllum heimilum og vinnustöðum.
Einnig eru fáanleg eldvarnarteppi fyrir bifreiðar sem eru sérstaklega hönnuð til þess að ná stjórn á eldi í bíl um leið og hann kemur upp.
Notkun eldvarnarteppa fyrir bíla getur hamlað útbreiðslu elds eins og til dæmis í bílakjallara, bifreiðaverkstæðum, bensínstöðvum, bifreiðaferjum og jarðgöngum.
Eldvarnarteppin eru sérhönnuð til þess að einangra og kæfa eld og koma í veg fyrir útbreiðslu reyks og eiturefna. Þau má einnig nota á mótorhjól, eld í ruslagámum og vinnuvélum.
Viðurkenndur skoðunaraðili handslökkvitækja
Samkvæmt reglugerð Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar um viðhald handslökkvitækja ber eiganda eða ábyrgðarmanni að fela viðurkenndum aðila að yfirfara og skoða handslökkvitæki sín árlega.
Slökkvitækjaverkstæði Öryggismiðstöðvarinnar hefur fengið viðurkenningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Siglingastofnun Íslands sem skoðunaraðili.
Einnig hefur verkstæðið hlotið vottun „Det Norske Veritas“ og „Lloyds Register“ til að annast viðhald slökkvitækja og annars búnaðar til brunavarna í mannvirkjum og skipum.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita ráðgjöf við val á viðeigandi slökkvitækjum, brunaslöngum og eldvarnarteppi fyrir allar aðstæður og gerð þjónustusamninga um árlegt eftirlit og viðhald.