Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Slökkvikerfi

Kæfðu eldinn í fæðingu

Slökkvikerfi eru áhrifarík lausn til þess að slökkva eld sem upp getur komið í rýmum sem eru mikilvæg fyrir rekstur eða hýsa verðmæti. Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að koma í veg fyrir að eldur fái tækifæri til þess að magnast upp og valda skemmdum.

Panta ráðgjöf
Slökkvikerfi

Slökkvikerfi fyrir mikilvæga innviði og verðmæti

Slökkvikerfi eru áhrifarík lausn til þess að slökkva eld sem upp getur komið í rýmum sem eru mikilvæg fyrir rekstur eða hýsa verðmæti, til dæmis

  • töflurými
  • rými undir varaaflstöðvar og gagnaver
  • listaverkageymslur

Þessi kerfi nota mismunandi aðferðir til að slökkva eld en eiga það sameiginlegt að koma í veg fyrir að eldur fái tækifæri til þess að magnast upp og valda skemmdum.

Sjálfvirk slökkvikerfi best fyrir viðkvæman búnað

Sjálfvirk slökkvikerfi fyrir rými með viðkvæmum búnaði eins og tölvu- og netbúnaði eru gasslökkvikerfi með slökkvimiðli sem er skaðlaus bæði mönnum, umhverfi og þeim búnaði sem rýmið hýsir.

Sum minnka súrefnisinnihald í rýminu þannig að eldur slokknar, en fer þó ekki niður fyrir þau mörk að verða hættulegt fyrir menn. Önnur kæla eldinn með því að draga til sín orku þannig að eldurinn fær ekki að loga.

Þessar gerðir henta fyrir tæknirými, gagnaver, listaverkageymslur, vélarúm skipa og fleiri viðkvæm rými þar sem tafarlaust þarf að bregðast við komi upp eldur.

Froðan virkar vel í eldhúsinu

Til að verja háfa og eldunartæki í atvinnueldhúsum og veitingahúsum eru notuð froðuslökkvikerfi.

Þau slökkva eld með því að úða kvoðu yfir flötinn. Við það kemst ekki lengur súrefni að eldinum og endurkviknun elds verður ekki möguleg.

Þessir eiginleikar eru mjög mikilvægir því að þó eldur hafi verið slökktur þá er talsverð hætta á að eldur kvikni aftur.

Stútum er komið fyrir þannig að þeir úða yfir eldunartæki, eftir háfnum og upp í útsogið. Þess er gætt að stútar og hitanemar hindri ekki eðlilegt aðgengi að eldunartækjum.

Í vélarúmi minni báta og rýmum án tölvubúnaðar eru oft notuð slökkvikerfi með föstum slökkvimiðli. Við afhleypingu verða til agnir sem ganga inn í efnaferli brunans og koma í veg fyrir að eldsmatur geti brunnið.

Þessi kerfi hafa góða slökkvieiginleika og eru skaðlaus umhverfi, mönnum og búnaði. Við afhleypingu verður til ryk sem þarf að þrífa eftir.

Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla ráðgjöf um val á réttum lausnum sem henta aðstæðum hverju sinni.

Myndbönd

Tengdar vörur

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Netverð 14.736 kr
Almennt verð 17.337 kr
Ekki til á lager

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Kristinn Loftur Einarsson

Deildarstjóri - Aðgengi, öryggi, velferðar- og nýjar lausnir Tækni og hönnun

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um slökkvikerfi.