Eiganda ber að tilnefna eldvarnarfulltrúa fyrir þær byggingar sem hljóta skulu eftirlit slökkviliðs.
Eldvarnarfulltrúi fer fyrir samskiptum við slökkvilið og aðra fagaðila fyrir hönd eiganda eða umráðamanns byggingar.
Eldvarnarfulltrúi þarf að hafa lokið námskeiði á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um hlutverk og skyldur eldvarnarfulltrúa.
Helstu ábyrgðarhlutverk eldvarnarfulltrúa:
- fer fyrir samskiptum við slökkvilið fyrir hönd eiganda eða umráðamanns byggingar
- tekur þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum
- þarf að búa yfir þekkingu á brunavarnarlöggjöf
- þarf að þekkja brunatæknilegt fyrirkomulag viðkomandi byggingar
- tryggir að eigið eldvarnareftirlit sé framkvæmt með reglulegum hætti í samvinnu við eiganda byggingar
- halda utan um gögn fagaðila um brunavarnir, aðaluppdrætti og eigið eldvarnareftirlit og framkvæmd þess
Eldvarnarfulltrúi getur verið starfsmaður á vegum eiganda eða umráðamanns, eða faglegur aðili.
Öryggismiðstöðin getur aðstoðað við framkvæmd verkefna eldvarnarfulltrúa eða séð alfarið um hlutverk og skyldur hans.