Öryggismiðstöðin býður eigendum og umráðamönnum fyrirtækja upp á þjónustu við eigið eldvarnareftirlit.
Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnaeftirlit með brunavörnum.
Markmið eigin eldvarnareftirlits er að vernda líf., heilsu, umhverfi og eignir í samræmi við gildandi lög um brunavarnir.
Eftirlitið snýr einkum að
- brunavörnum
- greiðum flóttaleiðum
- að framkvæmdar séu rýmingaræfingar með reglulegum hætt
- þjálfun starfsmanna í innra eldvarnareftirliti
- geymslu og merkingu hættulegra efna
Tryggja þarf fræðslu starfsfólks um viðeigandi viðbrögð komi upp eldur, að viðeigandi slökkvibúnaður sé fyrir hendi og aðgengilegur, og að rýmingaræfingar séu haldnar með reglulegum hætti.
Öryggismiðstöðin býður þjónustusamninga um eldvarnareftirlit sem tekur mið af reglugerð um eigið eftirlit með brunavörnum í atvinnuhúsnæði og er skjalfest að eftirliti loknu.
Reglugerð um eigið eftirlit eigenda og forráðamanna með brunavörunum í atvinnuhúsnæði.