Hótellæsingakerfi fyrir hótel og gistiheimili auka öryggi gesta og skilvirkni starfsmanna við útgáfu lykla að hótel- og gistirýmum og fást í mörgum útfærslum eftir ólíkum aðstæðum.
Læsingakerfin byggja á aðgangslesara sem afslæsir hurð með aðgangskorti eða farsímaskilríkjum.
Miðlægur hugbúnaður sér um útgáfu aðgangsheimilda á aðgangskort gesta eða sendir farsímaskilríki til gesta sem veitir þeim heimild til þess að opna herbergi á tilteknum tíma með snjallsíma.
Öryggismiðstöðin er í samstarfi við ASSA ABLOY, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu og þróun á aðgangslausnum. ASSA ABLOY býður upp á fjölbreyttar vörur og þjónustu tengda læsingum, hurðum, hliðum og sjálfvirkum inngöngum, sem og lausnir fyrir aðgangsstýringu og auðkenningu. Eitt af þekktustu vörumerkjum þeirra er VingCard, sem sérhæfir sig í rafrænum læsingakerfum fyrir hótel og gististaði. VingCard lausnirnar hafa verið í þróun í yfir hálfa öld og reynst gríðarlega öflugar. Lausnirnar eru hannaðar til að mæta nútíma öryggiskröfum og bjóða upp á fjölbreytta virkni og sveigjanlega hönnun. Þær samþættast margvíslegum öryggislausnum á staðnum og tryggja öruggt rauntímaeftirlit.
Öryggismiðstöðin hefur átt farsælt samstarf við ASSA ABLOY um árabil og boðið upp á háþróaðar og áreiðanlegar aðgangslausnir frá VingCard. Samstarfið hefur stuðlað að auknu öryggi og betri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
Hótellæsingakerfi frá Assa Abloy eða lyklakerfi fást í mörgum útgáfum og sérfræðingar okkar veita ráðgjöf við val á hentugri lausn.
Einnig býður Öryggismiðstöðin úrval af minibörum fyrir bæði hótel og gistiheimili.