Tæknilegur dyrasími
Tæknilegur dyrasími gerir notendum kleift að eiga samskipti við gesti með bæði mynd og tali, sem auðveldar auðkenningu þeirra sem eiga erindi og hjálpar til við að koma í veg fyrir heimsóknir óboðinna gesta. Dyrasímakerfin bjóða upp á sveigjanlega stýringu, þar sem hægt er að opna hurðir og hafa samskipti í gegnum snjallsímaforrit eða með heimaskjá tengdum dyrasíma – hvort sem er með víruðum tengingum eða þráðlaust, eftir þörfum.
Öryggismiðstöðin býður einnig upp á samþættingu við önnur öryggiskerfi, svo sem myndeftirlits- og aðgangsstýrikerfi, sem eykur heildarvirkni og gerir dyrasímalausnirnar að öflugri aðgangsstýringu íbúa. Þessar lausnir henta vel fyrir fjölbreyttar byggingar, þar með talið einbýli, fjölbýli, skrifstofur og gistihús, og er hægt að laga þær að þörfum hvers og eins.
Dyrasímakerfin eru sveigjanleg í uppsetningu, þar sem þau koma í einingum, og hægt er að velja mismunandi hluta eftir þörfum, svo sem:
- myndavél og hljóðnema
- fingrafara- og kortalesara
- stöðuskjá
- takkaborð
- ýmsan fjölda hnappa.
Lausnirnar eru í boði í innbyggðum eða utanáliggjandi útgáfum og koma í tveimur litum, gráu og svörtu. Þar að auki geta lausnirnar nýtt eldri lagnir eða netlagnir, sem auðveldar bæði uppsetningu nýrra kerfa og útskipti á eldri kerfum.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita ráðgjöf við val á dyrasímalausnum og tryggja að hver viðskiptavinur fái lausn sem hæfir þeirra þörfum best.