Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Dyrasímakerfi

DYRASÍMAKERFI MEÐ MYNDEFTIRLITI AUKA ÞÆGINDI OG ÖRYGGI

Dyrasímakerfi með myndeftirliti bjóða upp á fjölbreyttar lausnir sem tryggja öryggi og þægindi íbúa og fyrirtækja. Dyrasímakerfi eru sífellt að verða vinsælli hvort sem um er að ræða einbýli eða fjölbýlishús af öllum stærðum og gerðum eða fyrirtæki sem vill stýra aðgengi gesta með dyrasímakerfi. Dyrasímalausnir koma í fjölbreyttu úrvali með tengingu um hefðbundin netsamskipti, þráðlaus Wi-Fi samskipti og tveggja eða fjögurra víra samskiptum.

Panta ráðgjöf
Dyrasímalausnir

Tæknilegur dyrasími

Tæknilegur dyrasími gerir notendum kleift að eiga samskipti við gesti með bæði mynd og tali, sem auðveldar auðkenningu þeirra sem eiga erindi og hjálpar til við að koma í veg fyrir heimsóknir óboðinna gesta. Dyrasímakerfin bjóða upp á sveigjanlega stýringu, þar sem hægt er að opna hurðir og hafa samskipti í gegnum snjallsímaforrit eða með heimaskjá tengdum dyrasíma – hvort sem er með víruðum tengingum eða þráðlaust, eftir þörfum.

Öryggismiðstöðin býður einnig upp á samþættingu við önnur öryggiskerfi, svo sem myndeftirlits- og aðgangsstýrikerfi, sem eykur heildarvirkni og gerir dyrasímalausnirnar að öflugri aðgangsstýringu íbúa. Þessar lausnir henta vel fyrir fjölbreyttar byggingar, þar með talið einbýli, fjölbýli, skrifstofur og gistihús, og er hægt að laga þær að þörfum hvers og eins.

Dyrasímakerfin eru sveigjanleg í uppsetningu, þar sem þau koma í einingum, og hægt er að velja mismunandi hluta eftir þörfum, svo sem:

  • myndavél og hljóðnema
  • fingrafara- og kortalesara
  • stöðuskjá
  • takkaborð
  • ýmsan fjölda hnappa.

Lausnirnar eru í boði í innbyggðum eða utanáliggjandi útgáfum og koma í tveimur litum, gráu og svörtu. Þar að auki geta lausnirnar nýtt eldri lagnir eða netlagnir, sem auðveldar bæði uppsetningu nýrra kerfa og útskipti á eldri kerfum. 

Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita ráðgjöf við val á dyrasímalausnum og tryggja að hver viðskiptavinur fái lausn sem hæfir þeirra þörfum best.

Tengdar vörur

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Netverð 14.736 kr
Almennt verð 17.337 kr
Ekki til á lager
Eldvarnapakki 1

Eldvarnapakki 1

Netverð 25.646 kr
Almennt verð 30.172 kr
Ekki til á lager
Eldvarnapakki 2

Eldvarnapakki 2

Netverð 29.392 kr
Almennt verð 34.579 kr
Ekki til á lager

Andrés Gestsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Sigurður Ari Gíslason

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um dyrasímakerfi.