Upplýsingar um hvernig á að eyða út notanda úr Ajax appinu.
- Ýttu á Aðalvalmynd (hamborgara-icon). Veldu Stillingar
- Veldu Breyta aðgangi
- Ýttu á Eyða aðgangi neðst á skjánum og staðfestu með því að velja Já, eyða.
- Ef aðgangur þinn er tengdur við svæði mun skjár opnast með lista yfir svæðin. Veldu Áfram takkann. Athugaðu að þú munt ekki lengur hafa aðgang að svæðunum eftir að aðgangi hefur
verið eytt.
- Ath! Ef þú ert síðasti notandinn með stjórnunarréttindi á svæðinu, eyddu þá svæðinu fyrst. Til að gera það, veldu Yfirgefa svæði í svæðisstillingum og eyddu síðan aðganginum.
- Staðfestu eyðingu á aðgangi með því að setja inn tvo staðfestingarkóða. Kóðarnir verða sendir í símanúmer og með tölvupósti sem er tengdur við aðganginn.
- Ýttu á Eyða aðgangi takkann og hinkraðu í nokkrar sekúndur. Eftir að ferlið klárast munu skilaboð birtast á skjánum sem gefa til kynna að aðganginum hafi verið sannarlega eytt.
Ath! Þú getur ekki hætt við að eyða aðganginum eftir að hafa klárað ferlið út skref nr. 6