- MEMOday sólarhringsdagatal frá ABILIA er nútímaleg klukka sem sýnir tíma, vikudag og dagsetningu
- Á skjánum eru upplýsingar skýrar með stórum texta
- Skjárinn sýnir hvort það sé morgunn, dagur, kvöld eða nótt
- Hægt er að stilla upplýsingar á skjánum að þörfum hvers og eins
- Einnig er hægt er að breyta um bakgrunn og textalit á skjánum
- Sólarhringsdagatalið styður 28 tungumál og er raddupplestur í boði fyrir sum tungumál
- Skjárinn er 7¨ að stærð
Klukkan getur hjálpað einstaklingum sem þjást af heilabilun, s.s. Alzheimer, að átta sig á tíma dags.
Mögulegt er að sækja um niðurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands og verður heilbrigðisstarfsmaður að gera það.