Prófunarboð eru leið Öryggismiðstöðvarinnar til að fylgjast með því að kerfi séu að virka eðlilega. Kerfið þitt sendir okkur prófunarboð með reglulegum hætti. Við látum viðskiptavini vita með tölvupósti á skráð netfang og sumum tilvikum með SMS-i ef slík prófunarboð berst ekki.
Mikilvægt er að bregðast skjótt við, þar sem líklegt er að kerfið sé sambandslaust við stjórnstöð og geti því ekki sent boð komi eitthvað upp á.
Margar ástæður geta verið fyrir því að kerfi senda ekki prófunarboð.
Snjallöryggi, Heimilisöryggi og Fyrirtækjaöryggi:
Internet er megin flutningsleið boða til vaktmiðstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.
Hafir þú fengið send skilaboð um boðleysi frá kerfinu þá er þessi boðleið ekki virk þegar senda átti prófunarboð frá kerfinu. Mikilvægt er að bregðast hratt við þar sem boð berast ekki frá kerfinu til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.