Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Boðleysi

Prófunarboð eru leið Öryggismiðstöðvarinnar til að fylgjast með því að kerfi séu að virka eðlilega. Kerfið þitt sendir okkur prófunarboð með reglulegum hætti. Við látum viðskiptavini vita með tölvupósti á skráð netfang og sumum tilvikum með SMS-i ef slík prófunarboð berst ekki.

Mikilvægt er að bregðast skjótt við, þar sem líklegt er að kerfið sé sambandslaust við stjórnstöð og geti því ekki sent boð komi eitthvað upp á.

Margar ástæður geta verið fyrir því að kerfi senda ekki prófunarboð.

Snjallöryggi, Heimilisöryggi og Fyrirtækjaöryggi:

Internet er megin flutningsleið boða til vaktmiðstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.

Hafir þú fengið send skilaboð um boðleysi frá kerfinu þá er þessi boðleið ekki virk þegar senda átti prófunarboð frá kerfinu. Mikilvægt er að bregðast hratt við þar sem boð berast ekki frá kerfinu til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.

Líti stjórnstöð svona út

  1. Kannið hvort ljós logi á stjórnstöð og hún sé tengd við rafmagn. Hafi rafmagn farið af stjórnstöðinni fer hún sjálfkrafa yfir á vararafhlöðu sem getur klárast komist rafmagn ekki aftur á
  2. Kannið hvort stjórnstöð sé ekki örugglega tengd við router með netsnúru. Passa þarf að snúran sé tengd í netport en ekki sjónvarpsport á router
  3. Endurræsið router
  4. Endurræsið stjórnstöðina, takið úr sambandi og fjarlægið rafhlöðu. Bíðið í 30 sek. og ræsið svo aftur
  5. Endurræsið appið og sjáið hvort stjórnstöð er komin í samband
  6. Komist stjórnstöð ekki í samband við appið hafið þá samband við þjónustuver Öryggismiðstöðvarinnar í síma 570-2400

Líti stjórnstöð svona út

  1. Kannið hvort ljós logi á stjórnstöð og hún sé tengd við rafmagn. Hafi rafmagn farið af stjórnstöðinni fer hún sjálfkrafa yfir á vararafhlöðu sem getur klárast komist rafmagn ekki aftur á
    1. Ef rautt ljós logar þá hefur stjórnstöðin misst samband við netið.
    2. Ef ekkert ljós logar þá hefur vararafhlaðan tæmst og þarf að ræsa stjórnstöðina þegar rafmagn er komið á aftur, sjá lið 4.b.
  2. Kannið hvort stjórnstöð sé ekki örugglega tengd við router með netsnúru eða Wi-Fi. Passa þarf að snúran sé tengd í netport en ekki sjónvarpsport á router
  3. Endurræsið router
  4. Endurræsið stjórnstöðina,
    1. Fjarlægið lok aftan á stjórnstöð og haldið On/Off takkanum inni í 3 sekúndur til að slökkva.
    2. Þegar ljósið á stjórnstöðinni hefur slökknað, ýtið aftur á On/Off takkann í 3 sekúndur til að kveikja á stjórnstöðinni.
    3. Munið að setja lokið aftur á stjórnstöðina.
  5. Endurræsið appið og sjáið hvort stjórnstöð er komin í samband
  6. Komist stjórnstöð ekki í samband við appið hafið þá samband við þjónustuver Öryggismiðstöðvarinnar í síma 570-2400

Kerfi tengd við símalínu

Símalína hefur verið tekin úr sambandi við stjórnstöð

  • Gott er að athuga hvort að stjórnstöðin sé ekki örugglega í sambandi við símalínu

Símalínan hefur verið upptekin þegar að kerfið ætlaði að senda prófunarboðin

  • Getur komið fyrir þegar að gleymst hefur leggja símann á eftir símtal
  • Getur komið fyrir þegar að þráðlaus símtól verða batteríslaus
  • Ef sónn er á símalínunni núna er æskilegt að hringja í stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og tryggja að við höfum fengið boð nýlega frá kerfinu
  • Sími stjórnstöðvar er 530-2400

Truflanir á símalínunni

  • Sónn getur verið á símalínunni en vegna truflana nær kerfið ekki að senda prófunarboðin
  • Ef sónn er á símalínunni núna er æskilegt að hringja í stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og tryggja að við höfum fengið boð nýlega frá kerfinu
  • Sími stjórnstöðvar er 530-2400
  • Hafi stjórnstöð ekki móttekið boð frá kerfinu þrátt fyrir að sónn sé á símalínunni, er æskilegt að hringja í þjónustuaðila línunnar og fá þá til að mæla hana
  • Símanúmer hjá þjónustuverum símafyrirtækjanna má finna neðar á þessari síðu

Símalínan ótengd

  • Enginn sónn er á símalínunni
  • Getur komið fyrir vegna bilana eða framkvæmda hjá símafyrirtæki
  • Getur komið fyrir ef að símalína hefur verið tekin úr sambandi, hvort heldur sem er vegna mistaka eða ógreiddra reikninga
  • Æskilegt er að hringja í þjónustuaðila símalínunnar og fá útskýringar á sambandsleysinu.
  • Símanúmer hjá þjónustuverum símafyrirtækjanna eru neðar í póstinum
  • Á aðeins við hjá þeim sem eru með heimasíma gegnum net
  • Ef enginn sónn er í heimasímanum er góð fyrsta regla að endurræsa endabúnað netþjónustunnar
  • Sé ljósleiðari á heimilinu er gott að endurræsa ljósaleiðaraboxið og router á sama tíma
  • Oftar en ekki lagast vandamálið við þessa aðgerð

Símanúmer hjá þjónustuverum símafyrirtækja

Þjónustuver Símans er í síma:
800-7000

Þjónustuver Vodafone er í síma:
1414

Þjónustuver Hringdu er í síma:
537-7000

Þjónustuver Nova er í síma:
519-1919

Ef þú lendir í einhverjum vafa getur þú alltaf hringt í stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar í síma 530-2400.

Stjórnstöðin er opin alla daga ársins, allan sólarhringinn.