Öryggismiðstöðin útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í öryggi og velferð. Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu.
Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggismiðstöðin býður heildstæðar lausnir á sviði velferðar með öryggi og virðingu að leiðarljósi.
Heimar er eitt stærsta fasteignafélag landsins og er leiðandi á íslenskum markaði í rekstri atvinnuhúsnæðis og þjónustu við leigutaka. Félagið býr að mikilli reynslu og þekkingu í rekstri stórra mannvirkja eins og Smáralindar, Egilshallar og Höfðatorgsturns. Félagið rekur fjölmargar aðrar fasteignir, þó aðallega á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. skrifstofubyggingar, þjónustuhúsnæði og verslanir.
Frá því snemma í vor hefur Öryggismiðstöðin haldið alls sjö námskeið fyrir starfsfólk Strætó undir yfirskriftinni Ógnandi hegðun, varnir og viðbrögð. Á námskeiðunum hefur starfsfólkinu verið kennt að bregðast við á réttan hátt andspænis einstaklingum eða hópum sem sýna af sér ógnandi hegðun og eru líklegir til að beita ofbeldi.
Öryggismiðstöðin hefur unnið að því að setja upp og innleiða ný aðgangshlið að höfuðstöðvum fyrirtækis þar sem öryggiskröfur eru gríðarlega miklar í alþjóðlegum samanburði. Fyrirtækið gegnir mikilvægu og veigamiklu hlutverki á landinu samhliða því að starfa í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast og áhersla á öryggi er í fyrirrúmi.
Árlegur Haustfagnaður Öryggismiðstöðvarinnar.
UN Women á Íslandi hefur sett af stað nýja herferð undir yfirskriftinni „Ástin sigrar“, sem miðar að því að vekja athygli á stöðu afganskra kvenna og safna fé til verkefna sem styðja réttindi þeirra.
Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, fór nýverið í viðtal þar sem rætt var um breytt verklag í öryggismálum verslana — meðal annars notkun hnífstunguvesta sem hluta af búnaði öryggisvarða.
Brunaviðvörunarkerfi bjarga lífum og eignum. Þegar eldur kviknar geta réttar brunavarnir skipt sköpum. Því fyrr sem viðvörun berst, því meiri líkur eru á að lágmarka tjón og koma í veg fyrir slys.
Á síðustu árum hefur þróunin í aðgangsstýringu og aðgangskerfum orðið hraðari en nokkru sinni fyrr. Þar sem hefðbundin plastkort eða plastlyklar voru áður sjálfsögð, eru snjallsímarnir okkar nú orðnir lykillinn að aðgangsstýrðum hurðum og svæðum.
Öryggismiðstöðin býður fjölbreytta þjónustu eldvarnareftirlits fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þær eru ætlaðar til þess að veita mikilvægan stuðning til þess að uppfylla lögbundnar kröfur og tryggja öryggi starfsmanna og eigna.